Section
Segment

Í upphafi ársins var ágæt staða í miðlunum fyrirtækisins. Vorleysingar voru hins vegar dræmar og heildarinnrennsli talsvert undir væntingum fram eftir sumri.

Segment

Mjög hagstæð tíð í september breytti hins vegar slæmum horfum í góðar og þótt vatnsárið, sem er frá 1. október til 30. september, hafi í heild sinni verið þurrt varð heildarfylling miðlana um 92% í lok þess, en hafði aðeins verið um 70% í byrjun september.

Segment
Section
Segment

Hlýr septembermánuður

Septembermánuður var mjög hlýr á öllu landinu og landsmeðalhiti var yfir meðallagi síðustu 10 ára. Hlýindi fyrri hluta mánaðarins höfðu mikil áhrif á innrennsli til miðlana og tók jökulleysing vel við sér. Þann 13. september mældist t.d. hæsta dagsmeðaltal innrennslis til Hálslóns í 620 m3/s, en það er mesta innrennsli sem mælst hefur í september frá því miðlunin var tekin í notkun.



Samkvæmt samningum við viðskiptavini sem kaupa skerðanlega orku er Landsvirkjun heimilt að takmarka afhendingu á rafmagni í slöku vatnsári. Þetta gefur okkur kost á því að stunda hagkvæma raforkuöflun.

Section
Segment

Takmörkun dregin til baka

Þann 1. september var viðskiptavinum með sveigjanlega samninga tilkynnt um að hugsanlega þyrfti að takmarka afhendingu, en í byrjun október var boðuð takmörkun dregin til baka.

Nánari upplýsingar um hugsanlega takmörkun á afhendingu raforku

Nánari upplýsingar um afturköllun á boðuðum takmörkunum á orkuafhendingu

Nánari upplýsingar um vatnsbúskap Landsvirkjunar haustið 2015

Section
Segment