Section
Segment

Þjóðir heims eru sammála um að loftslagsmál eru eitt allra mest aðkallandi mál samtímans. Á loftslagsfundinum í París í desember samþykktu sendinefndir 195 þjóða sögulegt samkomulag, til að reyna að vinda ofan af loftslagsbreytingum sem orsakað hafa hlýnun jarðar.

Section
Segment

Loftslagsmál og hlýnun jarðar snerta Landsvirkjun og þær auðlindir sem fyrirtækið nýtir á beinan hátt. Jökulbráðnun hefur aukist og samkvæmt spám mun sú þróun halda áfram. Mögulegt er að jöklar landsins verði horfnir innan 200 ára.

Aukin bráðnun hefur í för með sér aukið rennsli í aflstöðvar Landsvirkjunar og er fyrirtækið því með til skoðunar hvernig og hvort hægt sé að nýta það.

Á árinu hóf Landsvirkjun stækkun Búrfellsvirkjunar í þeim tilgangi að nýta ónýtt framhjárennsli, auk þess sem fyrirtækið er með aðra möguleika til skoðunar með bætta nýtingu auðlindarinnar í huga.

Nánar hér

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var staddur á ráðstefnunni í París og skrifaði þar undir yfirlýsinguna um „Caring for Climate“.

Segment

Mynd:© 2016 SmugMug, Inc.
Section
Segment

Kolefnishlutlaust fyrirtæki 2030

Samkvæmt yfirlýsingunni viðurkenna viðskiptaleiðtogar að loftslagsbreytingar krefjist umsvifalausra og viðamikilla aðgerða stjórnvalda, viðskiptalífs og borgara, ef koma eigi í veg fyrir að velmegun, sjálfbær þróun og öryggi í heiminum eigi ekki að verða fyrir skaða.

Einnig er viðurkennt að loftslagsbreytingum fylgi bæði áhætta og tækifæri fyrir fyrirtæki af öllum stærðum og í öllum geirum í heiminum. Ábyrgt sé og viðskiptalífinu í hag að taka frumkvæðið í því að þróa umhverfisvæna tækni, auka orkunýtni, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðstoða samfélagið við að laga sig að þeim loftslagsbreytingum sem nú séu óumflýjanlegar.

Segment

Í yfirlýsingu Landsvirkjunar um Caring for Climate er eitt af stefnumiðum fyrirtækisins í umhverfismálum, þ.e. að vera kolefnishlutlaust og ná því markmiði árið 2030. Unnin hefur verið að áætlun um framtíðarlosun, mögulegan samdrátt í losun og kolefnisbindingu í gróðri og jarðvegi með það að markmiði.

Auk þessa skráði Landsvirkjun þessi áform sín hjá NAZCA (Non-State Actor Zone for Climate Action), en það er alþjóðlegur vettvangur þar sem fyrirtækjum, borgum, svæðum, félagasamtökum og fjárfestum gefst tækifæri til að skrá sín markmið í baráttunni gegn loftslagsáhrifum.

Segment

NAZCA-markmið Landsvirkjunar eru:

  1. Að verða kolefnishlutlaust fyrirtæki eigi síðar en árið 2030.
  2. Að fjárfesta í endurnýjanlegri orkuvinnslu, jarðvarma, vatnsorku og vindorku.
  3. Að sjá til þess að fjórðungur bílaflota fyrirtækisins verði knúinn með rafmagni árið 2020.
  4. Að grípa til ýmissa aðgerða til að draga úr loftslagsáhrifum, m.a. að eiga frumkvæði að átaksverkefni á landsvísu um orkusparnað.
Section
Segment

Ný umhverfisstefna

Starfsemi Landsvirkjunar felur í sér inngrip í náttúruna og krefst þess, eðli sínu samkvæmt, að fyrirtækið marki sér skýra stefnu í umhverfismálum. Umhverfisstefna Landsvirkjunar var endurskoðuð á árinu og hún er eftirfarandi:

Segment

Landsvirkjun er í fararbroddi á sviði umhverfismála og stuðlar að sjálfbærri þróun í samfélaginu. Fyrirtækið leggur áherslu á að þekkja umhverfisáhrif starfsemi sinnar og leitast við að draga úr þeim.

Segment

Með stefnunni fylgja eftirfarandi fimm stefnumið:

  • Betri nýting auðlinda
  • Kolefnishlutlaus starfsemi
  • Starfsemi í sátt við náttúru og ásýnd
  • Samtal við hagsmunaaðila
  • Starfsemi án umhverfisatvika
Segment

Vinna við töluleg markmið stefnumiða, annarra en kolefnishlutleysis sem kynnt var hér að ofan og starfsemi án umhverfisatvika sem er eðli sínu samkvæmt núllmarkmið, hófst á árinu 2016.