Section
Segment

Landsvirkjun býður viðskiptavinum sínum hágæða þjónustu og samkeppnishæfar vörur.

Stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins eru í áliðnaðnum og annarri stóriðju. Orkusala til stærstu viðskiptavina nemur um 85% af heildarorkusölu Landsvirkjunar, sem var 13,9 teravattstundir á árinu og hefur aldrei verið meiri.

Segment

Skipting raforkusölu

Section
Segment

Stórnotendur

Section
Segment

Alcoa

Álverið á Reyðarfirði er stærsta álver Íslands og framleiðir 346.000 tonn. Álverið er einnig nýjasta álverið af þremur hér á landi en starfsemi þess hófst árið 2007. Landsvirkjun veitir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

www.alcoa.is

Segment

Section
Segment

Becromal

Becromal á Akureyri hóf starfsemi árið 2008 og framleiðir aflþynnur fyrir rafgreiningarþétta. Landsvirkjun tryggir því alla þá orku sem þarf í framleiðsluna.

www.becromal.eu

Segment

Section
Segment

Elkem

Kísiljárnsmiðjan á Grundartanga hóf rekstur árið 1979 og framleiddi 60.000 tonn á sínum fyrstu árum. Framleiðslugeta kísiljárnsmiðjunnar hefur nokkrum sinnum verið aukin frá þeim tíma en nú eru þar framleidd 120.000 tonn. Landsvirkjun sér fyrir allri orkuneyslu smiðjunnar.

www.jarnblendi.is

Segment

Section
Segment

Rio Tinto Alcan

Álverið í Hafnarfirði hóf starfsemi árið 1969 og framleiddi þá einungis 33.000 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðslugeta álversins verið aukin nokkrum sinnum og eru uppi áform um að auka hana enn frekar svo á árinu 2013 geti álverið framleitt allt að 225.000 tonn árlega. Landsvirkjun tryggir álverinu alla þá orku sem það nýtir.

www.riotintoalcan.is

Segment

Section
Segment

Norðurál

Álverið á Grundartanga hóf starfsemi sína árið 1998 með 60.000 tonna framleiðslu. Núverandi framleiðslugeta álversins er 280.000 tonn. Landsvirkjun sér álverinu nú fyrir u.þ.b. 1/3 af þeirri orku sem nýtt er.

www.nordural.is

Segment

Section
Segment

Verne Global

Gagnaver Verne Global hóf starfsemi 2012 og veitir alþjóðlega gagnaversþjónustu á Íslandi. Starfsemin fer vaxandi og henni tengist öflugt frumkvöðlastarf þar sem alþjóðlegur gagnaversiðnaður er nýlega til kominn hér á landi. Landsvirkjun tryggir gagnaveri Verne Global alla þá orku sem það nýtir.

www.verneglobal.com

Segment

Section
Segment

GMR Endurvinnslan ehf.

Verksmiðja GMR Endurvinnslunnar ehf. á Grundartanga hóf starfsemi árið 2013. Verksmiðjan endurvinnur straumteina og tindaefni sem notað er við álframleiðslu. Einnig endurvinnur GMR og framleiðir stál í stangir til útflutnings. Framleiðslugeta verksmiðjunnar er um 100.000 tonn á ári.