Segment

Það er til marks um uppgang kísilmálmiðnaðar að tveir nýjustu viðskiptavinir Landsvirkjunar árið 2015 voru tvær kísilmálmverksmiðjur; PCC á Bakka og United Silicon í Helguvík.

Section
Segment

PCC

PCC BakkiSilicon ehf. hóf framkvæmdir við nýja kísilmálmverksmiðju á Húsavík á seinni hluta ársins. Samkvæmt áætlun mun verksmiðjan hefja rekstur undir árslok 2017 og verður komin í fullan rekstur í febrúar 2018. Áætluð framleiðslugeta verksmiðjunnar verður um 32.000 tonn á ári og munu starfsmenn verða 120 talsins þegar hún verður komin í rekstur.

Reiknað er með því að um 700 manns komi að uppbyggingu verksmiðjunnar á framkvæmdatímanum.

Endanlegur samningur um 58 MW af afli og yfir 400 GWst af raforku á ári var undirritaður í mars, en öllum fyrirvörum í samningnum var aflétt í júní.

Segment

Tölvugerð mynd af verksmiðju PCC á Húsavík.
Section
Segment

Samningur fullgildur að fyrirvörum uppfylltum

Landsvirkjun og PCC BakkiSilicon hf. undirrituðu raforkusölusamning í marsmánuði og í júní var tilkynnt að öllum fyrirvörum samkvæmt samningnum hefði verið aflétt.

Fyrirvarar sneru meðal annars að því að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) gerði ekki athugasemdir við nýja samninginn, en í árslok 2014 hafði ESA tilkynnt að hafin væri athugun á því hvort ríkisaðstoð væri fólgin í raforkusamningi Landsvirkjunar og PCC, en þeirri athugun lauk í ársbyrjun 2015.

Þegar ljóst var í júní að öll leyfi væru tryggð, raforkuflutningssamningar lægju fyrir og að fjármögnun verkefnisins væri í höfn varð raforkusölusamningur Landsvirkjunar og PCC fullgildur og bindandi fyrir báða aðila.

Section
Segment

United Silicon

United Silicon hélt framkvæmdum áfram á kísilmálmverksmiðju í Helguvík árinu 2015, en gert er ráð fyrir að orkuafhending hefjist sumarið 2016.

United Silicon var stofnað af hópi aðila í evrópskum kísilmálmiðnaði. Félagið áformar að hefja rekstur kísilmálmverksmiðju í Helguvík á Reykjanesi. Framkvæmdir við byggingu verksmiðjunnar hófust sumarið 2014 og er áætlað að framleiðslugeta hennar verði um 20.000 tonn á ári þegar rekstur hefst. United Silicon stefnir að frekari stækkun verksmiðjunnar þegar fram í sækir og hefur tryggt sér leyfi fyrir framleiðslu á allt að 100.000 tonnum á ári.

Segment
Verksmiðja United Silicon við höfnina í Helguvík á Reykjanesi.