Section
Segment

Vinnsla orku úr auðlindum náttúrunnar og ferðaþjónusta eiga það sameiginlegt að nýta umhverfið í efnahagslegum tilgangi. Varfærni og ábyrgð eru lykilatriði til að lágmarka það rask sem báðar atvinnugreinar óhjákvæmilega valda. 

Segment

Margir af fjölsóttustu ferðamannastöðum á landinu byggja á aukaafurðum orkuvinnslu. Þar má t.a.m. nefna jarðböðin í Mývatnssveit.

Fjöldi gesta í gestastofum aflstöðva Landsvirkjunar eykst ár frá ári. Ísland er auðugt af endurnýjanlegri orku. Hér á landi kemur nánast öll orkunotkun frá slíkum orkugjöfum, sem skipar landinu í fremstu röð á því sviði. Mikill áhugi er á árangri Íslendinga í orkumálum og ljóst er að ímynd hreinnar og endurnýjanlegrar orku er samofin ímynd Íslands.

Section
Segment

Gestastofur eru vinsælir áfangastaðir ferðamanna

Landsvirkjun tók á móti yfir 30.000 manns í gestastofum sínum á árinu og áhugi ferðamanna á því að sækja þær heim fer vaxandi með hverju ári. Gestastofur fyrirtækisins eru staðsettar í Búrfellsstöð og Kröflustöð, en auk þess er boðið upp á leiðsögn við Kárahnjúkastíflu. Landsvirkjun hefur átt gott samstarf við aðila í ferðaþjónustu.

Í tilefni afmælisárs Landsvirkjunar var gagnvirk orkuvísindasýning opnuð almenningi í nýrri gestastofu í Ljósafossstöð, þar sem hægt er að kynnast sögu rafmagns, vísindalegum uppgötvunum og endurnýjanlegum orkugjöfum í gegnum leik og upplifun. Heimsókn í gestastofur veitir lifandi innsýn í orkuvinnslu fyrirtækisins og hvernig afl náttúrunnar er nýtt til að knýja allt frá eldavélum til stórra álvera.

Nánari upplýsingar um gestastofur og gagnvirka orkusýningu

Section
Segment

Gagnvirk sýning í Ljósafossstöð

Segment

„Orka til framtíðar“ er heiti orkusýningar sem opnuð var almenningi í tilefni afmælisársins. Gagarín og Tvíhorf hönnuðu sýninguna, sem er gagnvirk og leggur áherslu á fræðslu um eðli og eiginleika raforkunnar í gegnum leik og upplifun. Gestir kynnast orkuvinnslu fyrirtækisins á endurnýjanlegum orkugjöfum og mikilvægi þeirra í hnattrænu samhengi með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Sýningin var tilnefnd til Lúðurs – íslensku auglýsingaverðlaunanna – og Menningarverðlauna DV.

Section
Segment

Bætt aðgengi að náttúrunni

Samstarf orkuiðnaðar og ferðaþjónustu hefur verið farsælt. Bætt aðgengi að hálendi Íslands má að stórum hluta rekja til virkjanaframkvæmda. Framkvæmdir tengdar orkuvinnslu og uppbyggingu virkjana, s.s. vegaframkvæmdir, hafa átt þátt í að bjóða upp á nýja möguleika í ferðaþjónustu.

Gott samstarf við ferðaþjónustu við Þeistareyki

Sem dæmi um þetta má nefna vegagerð við Þeistareyki, en Þeistareykjavegur er nú fullfrágenginn frá Húsavík að Þeistareykjum og veitir betri aðgang að náttúruperlum svæðisins. Þegar hefur umferð ferðamanna aukist mjög á þessum slóðum. Landsvirkjun hélt opinn samráðsfund með ferðaþjónustuaðilum á Norðausturlandi í Ýdölum í byrjun árs og tókst hann vel.