Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku.
Gildi Landsvirkjunar eru framsækni, ráðdeild og traust.
Hlutverk Landsvirkjunar
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar.
Stefnan hvílir á fimm stoðum sem miða að því að uppfylla megi hlutverk Landsvirkjunar:
Landsvirkjunar er að
hámarka afrakstur af þeim orkulindum
sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra
nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi
Fyrirtækið vill stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins, það er í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og áhersla er lögð á samfélagsábyrgð þess.
Stjórnunarkerfi
Landsvirkjun starfrækir stjórnunarkerfi sem heldur utan um stefnu fyrirtækisins og verklag. Með stjórnunarkerfinu er leitast við að samþætta stjórnun fyrirtækisins og tekur það til allrar starfsemi Landsvirkjunar, höfuðstöðva og aflstöðva. Stjórnunarkerfi Landsvirkjunar er vottað samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.
Stefnumið í stjórnunarkerfinu lúta m.a. að því að veita aðhald við rekstur og skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum, ásamt því að stuðla að vernd umhverfisins. Markmiðið er að tryggja áreiðanleika starfseminnar með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi ásamt því að tryggja að innri sem ytri kröfum sé fullnægt og styðja við stöðugar umbætur með kerfisbundinni rýni og endurmati á frammistöðu fyrirtækisins.
Samfélagsábyrgð
Landsvirkjun tekur hlutverk sitt og ábyrgð alvarlega og hefur lagt sig eftir því frá upphafi.
Fyrirtækið hefur alla tíð sinnt samfélagsábyrgð í verki. Með uppbyggingu Landsvirkjunar varð til þekking hjá íslenskum starfsmönnum, ný störf sköpuðust og fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu og skógrækt.
Landsvirkjun markaði sér formlega stefnu um samfélagsábyrgð fyrir fimm árum, en hún endurspeglast í áherslum fyrirtækisins á umhverfi og samfélag.
Í samfélagsábyrgð felst að fyrirtækið skapi eigendum sínum arð, fari vel með auðlindir og umhverfi og stuðli að því að þekking og jákvæð áhrif af starfseminni skili sér til samfélagsins.
Landsvirkjun er þátttakandi í UN Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna, sem lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð. Þar skuldbindur fyrirtækið sig til að virða viðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu.
Nánari upplýsingar um viðmiðin eru á heimasíðu UN Global Compact.

„Margar hendur vinna létt verk“ er verkefni sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir um áratugaskeið. Þar geta einstaklingar á aldrinum 16–20 ára sótt um sumarvinnu og félagasamtök óskað eftir vinnuframlagi þeirra til umhverfismála. Sumarið 2015 nutu 43 aðilar góðs af verkefninu með vinnuframlagi. Til að sinna því voru ráðin í sumarvinnu 155 ungmenni sem jafnframt leystu af hendi nauðsynleg viðhaldsverkefni úti á starfsstöðvunum. Þetta er mikilvægt framlag til atvinnumála skólafólks sem einnig fær þá tækifæri til að kynnast starfsemi fyrirtækisins. Þá fengu tæplega sextíu háskólanemar sumarvinnu við verkefni ýmsu tagi.
Áhersluatriði samfélagsábyrgðar árið 2015 lutu m.a. að því að endurskoða meginferli Landsvirkjunar. Auðveldara er nú að greina starfsemi fyrirtækisins út frá markmiðum, virði og áhættu og búið hefur verið í haginn fyrir áframhaldandi umbætur og bætta virkni stjórnunarkerfisins.
Hluti af samfélagsábyrgð Landsvirkjunar er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila. Á afmælisárinu var haldinn fjöldi opinna funda um málefni sem snerta starfsemina með ýmsum hætti.
Nánari umfjöllun um samtal á afmælisári.
Landsvirkjun leggur áherslu á hlutverk sitt í miðlun þekkingar, en mikilvægt er að gefa ungu fólki tækifæri á að fræðast um raforkuframleiðslu. Með tilkomu gagnvirkrar sýningar um orkuframleiðslu, sem opnuð var á árinu í Ljósafossstöð, skapast vettvangur til að miðla þekkingu til nemenda en allir sem leggja leið sína á sýninguna ættu að hafa gagn og gaman af.