Section
Segment

Framtíðarsýn Landsvirkjunar er að vera framsækið raforkufyrirtæki á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Við störfum í alþjóðlegu umhverfi og viljum vera meðal þeirra bestu sem vinna og selja orku.

Gildi Landsvirkjunar eru framsækni, ráðdeild og traust.

Section
Segment

Hlutverk Landsvirkjunar

Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar.

Stefnan hvílir á fimm stoðum sem miða að því að uppfylla megi hlutverk Landsvirkjunar:

Hlutverk
Landsvirkjunar er að
hámarka afrakstur af þeim orkulindum
sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra
nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi
Skilvirk orkuvinnsla og framþróun
Við byggjum starfsemi okkar á traustum innviðum sem einkennast af hagkvæmni, ráðdeild og virkri áhættustýringu í rekstri og fjárfestingum. Starfsemin endurspeglast í vottuðu stjórnkerfi fyrirtækisins sem ætlað er að tryggja að fyrirtækið standi við yfirlýstar heildaráætlanir sínar og skuldbindingar.
Fjölbreyttur hópur viðskiptavina
Við sköpum verðmæti með því að laða að og uppfylla þarfir viðskiptavina sem stunda fjölbreytta starfsemi. Stefnt er að sem hagkvæmastri samsetningu orkueftirspurnar með tilliti til greiðslugetu og áhættudreifingar. Við treystum samstarf við viðskiptavini okkar með reglubundnum gagnkvæmum samskiptum.
Verðtenging við evrópska orkumarkaði
Við lítum á evrópska orkumarkaðinn sem okkar samkeppnismarkað. Við keppum um að laða að fjárfestingar í orkufrekum iðnaði og þjónustu og tökum þátt í að skoða tækifæri sem felast í beinni raforkutengingu við Evrópumarkað.
Þróa stöðugt hæfni og hæfileika starfsmanna
Við tryggjum starfsmönnum okkar gott starfsumhverfi sem stuðlar að öryggi, góðri heilsu, miðlun þekkingar og þróun á hæfni og hæfileikum hvers og eins. Við ræðum árangur og frammistöðu okkar af sanngirni og hreinskilni og leitum leiða til að bæta stöðugt árangur okkar.
Skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila
Við teljum mikilvægt að sem breiðust sátt ríki um jafnvægið milli umhverfis-, samfélags- og arðsemisjónarmiða í rekstri fyrirtækisins. Fyrirtækið vill stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins, það er í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og áhersla er lögð á samfélagsábyrgð þess. Fyrirtækið uppfyllir ytri kröfur, opinberar, lög og reglur, sem og aðrar kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
Segment

Fyrirtækið vill stuðla að sjálfbærri þróun samfélagsins, það er í fararbroddi hvað umhverfismál varðar og áhersla er lögð á samfélagsábyrgð þess.

Section
Segment

Stjórnunarkerfi

Landsvirkjun starfrækir stjórnunarkerfi sem heldur utan um stefnu fyrirtækisins og verklag. Með stjórnunarkerfinu er leitast við að samþætta stjórnun fyrirtækisins og tekur það til allrar starfsemi Landsvirkjunar, höfuðstöðva og aflstöðva. Stjórnunarkerfi Landsvirkjunar er vottað samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Stefnumið í stjórnunarkerfinu lúta m.a. að því að veita aðhald við rekstur og skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum, starfsmönnum og öðrum hagsmunaaðilum, ásamt því að stuðla að vernd umhverfisins. Markmiðið er að tryggja áreiðanleika starfseminnar með skilvirkni og öryggi að leiðarljósi ásamt því að tryggja að innri sem ytri kröfum sé fullnægt og styðja við stöðugar umbætur með kerfisbundinni rýni og endurmati á frammistöðu fyrirtækisins.

Segment
Section
Segment
Segment

Samfélagsábyrgð

Landsvirkjun tekur hlutverk sitt og ábyrgð alvarlega og hefur lagt sig eftir því frá upphafi.

Segment

Fyrirtækið hefur alla tíð sinnt samfélagsábyrgð í verki. Með uppbyggingu Landsvirkjunar varð til þekking hjá íslenskum starfsmönnum, ný störf sköpuðust og fyrirtækið hefur alla tíð lagt áherslu á uppgræðslu og skógrækt.

Landsvirkjun markaði sér formlega stefnu um samfélagsábyrgð fyrir fimm árum, en hún endurspeglast í áherslum fyrirtækisins á umhverfi og samfélag.

Í samfélagsábyrgð felst að fyrirtækið skapi eigendum sínum arð, fari vel með auðlindir og umhverfi og stuðli að því að þekking og jákvæð áhrif af starfseminni skili sér til samfélagsins.

Segment

Landsvirkjun er þátttakandi í UN Global Compact verkefni Sameinuðu þjóðanna, sem lýtur að hnattrænum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð. Þar skuldbindur fyrirtækið sig til að virða viðmið Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnurétt, umhverfismál og varnir gegn spillingu.

Nánari upplýsingar um viðmiðin eru á heimasíðu UN Global Compact.

Section
Segment
Segment

„Margar hendur vinna létt verk“ er verkefni sem Landsvirkjun hefur staðið fyrir um áratugaskeið. Þar geta einstaklingar á aldrinum 16–20 ára sótt um sumarvinnu og félagasamtök óskað eftir vinnuframlagi þeirra til umhverfismála. Sumarið 2015 nutu 43 aðilar góðs af verkefninu með vinnuframlagi. Til að sinna því voru ráðin í sumarvinnu 155 ungmenni sem jafnframt leystu af hendi nauðsynleg viðhaldsverkefni úti á starfsstöðvunum. Þetta er mikilvægt framlag til atvinnumála skólafólks sem einnig fær þá tækifæri til að kynnast starfsemi fyrirtækisins. Þá fengu tæplega sextíu háskólanemar sumarvinnu við verkefni ýmsu tagi.

Segment

Áhersluatriði samfélagsábyrgðar árið 2015 lutu m.a. að því að endurskoða meginferli Landsvirkjunar. Auðveldara er nú að greina starfsemi fyrirtækisins út frá markmiðum, virði og áhættu og búið hefur verið í haginn fyrir áframhaldandi umbætur og bætta virkni stjórnunarkerfisins.

Hluti af samfélagsábyrgð Landsvirkjunar er að skapa stuðning og samstöðu með opnum samskiptum við hagsmunaaðila. Á afmælisárinu var haldinn fjöldi opinna funda um málefni sem snerta starfsemina með ýmsum hætti.

Nánari umfjöllun um samtal á afmælisári.

Landsvirkjun leggur áherslu á hlutverk sitt í miðlun þekkingar, en mikilvægt er að gefa ungu fólki tækifæri á að fræðast um raforkuframleiðslu. Með tilkomu gagnvirkrar sýningar um orkuframleiðslu, sem opnuð var á árinu í Ljósafossstöð, skapast vettvangur til að miðla þekkingu til nemenda en allir sem leggja leið sína á sýninguna ættu að hafa gagn og gaman af.

Nánari umfjöllun um gagnvirka orkusýningu í Ljósafossstöð.

Section
Segment

Stjórnarhættir

Markmið 2015
Endurskoða meginferla

Meginferli Landsvirkjunar voru endurskoðuð á árinu 2015. Áhersla var lögð á að tryggja samfellda ábyrgð, auka sveigjanleika og einföldun stjórnunarkerfis Landsvirkjunar. Afrakstur þessarar endurskoðunar er að auðveldara er nú að greina starfsemi fyrirtækisins út frá markmiðum, virði og áhættu ásamt því að auðvelda ferli stöðugra umbóta og tryggja virkni stjórnunarkerfisins.

Virðiskeðjan

Markmið 2015
Innleiðing vistvænna innkaupa

Landsvirkjun vill vinna með viðskiptavinum og birgjum sem sýna ábyrga stjórnarhætti.

Landsvirkjun gerðist í desember 2014 stofnaðili að Vistvænum Innkaupum sem er innkaupanet á vegum umhverfisstofnunar. Á árinu 2015 var byrjað að gera breytingar á innkaupaferlum Landsvirkjunar í þeim tilgangi að auka hlutfall umhverfisvænna vara í innkaupum fyrirtækisins. Með því stigum við okkar fyrstu sýnilegu skref í að gera innkaup Landsvirkjunar vistvæn og fylgja þannig eftir áherslum okkar í umhverfismálum og samfélagsábyrgð.

Umhverfismál

Markmið 2015
Athugun á vinnslu vistvæns eldsneytis úr umframorku og útblæstri

Í verkefninu hafa verið skoðaðir ítarlega möguleikar þess að nýta koltvísýring frá jarðvarmavirkjunum ásamt umframorku til framleiðslu vistvæns eldsneytis. Sérstök áhersla var í verkefninu að skoða leiðir til hreinsunnar koltvísýrings frá aflstöðvum Landsvirkjunar en slíkt er grunnforsenda þess til að hægt sé að nýta gasið til áframhaldandi vinnslu. Rannsóknir leiddu í ljós að tæknilega er slíkt mögulegt og á samkeppnishæfu verði þó þörf sé á tæknilegri aðlögun til að hægt sé að nýta strauma frá jarðhitasvæðum í fyrrgreint feril.

Nýting á ótryggri orku til rafgreiningar er möguleg í góðum vatnsárum og sérstaklega með nýrri tækni rafgreina sem komu á markað fyrir um ári síðan. Greining leiddi í ljós að óraunhæft er að nýta ótrygga orku eingöngu til slíkrar framleiðslu þar sem líkur á að hægt sé að útvega raforku í slíka vinnslu er bundin við tiltölulega fáa mánuði á ári. Rannsóknir á þessu sviði munu halda áfram í samstarfi við innlenda og erlenda aðila.

Uppgræðsla í kringum Þeistareyki

Unnið var markvisst að uppgræðsluaðgerðum árið 2015. Umsjón verkefna er á hendi Landgræðslunnar og garðyrkjustjóra Norðurþings og unnið er í nánu samráði við landeigendur. 

Sáð var í vegskeringar, námur og endurheimtarsvæði. Auk þess var plantað í lúpínusvæði innan landgræðslugirðingar og í skeringar næst Húsavík. Dreift var 48,2 tonnum af tilbúnum áburði og 3.080 kg af fræi sáð. Settar voru niður 45.070 plöntur, mest af birki og lerki en einnig víðir.

Unnið er að útgáfu skýrslu um aðgerðir ársins 2015 með áætlun fyrir árið 2016.

Drögum úr losun vegna samgangna starfsmanna og fyrirtækis – og hvetjum aðra til að gera slíkt hið sama

Á árinu 2015 var unnið að ýmsum verkefnum með nýja samgöngustefnu að leiðarljósi.

Til þess að hvetja starfsmenn fyrirtækisins til að nýta umhverfisvænar samgöngur bæði í og utan vinnu, voru keypt rafhjól sem eru aðgengileg starfsmönnum í Reykjavík og á Akureyri til láns. Á árinu var einnig byrjað að bjóða starfsmönnum að gera samgöngusamning við fyrirtækið. 

Starfsmönnum sem koma á eigin rafbíl til vinnu fjölgar stöðugt og voru settar upp innstungur á starfsmannabílastæði fyrirtækisins þar sem rafbílaeigendur hafa forgangsaðgang að bestu stæðunum og geta jafnframt hlaðið bíla sína frítt yfir daginn.

Umhverfisvænum bílum í bílaflota Landsvirkjunar fjölgaði á árinu og eru rafbílar nú orðnir sex talsins og tvíorkubílarnir tveir. Í lok ársins slóst Landsvirkjun í hóp með fjögur þúsund öðrum aðilum sem hafa skráð loftslagstengd markmið sín hjá NAZCA (Non-State Actor Zone for Climate Action) sem hefur það að markmiði að hraða samstarfi til að bregðast við loftslagsvandanum. Með undirritun þessari er fyrirtækið skuldbundið til að sjá til þess að fjórðungur bílaflota þess verði knúinn með rafmagni árið 2020.

Með það fyrir augum að hvetja aðra til að nota umhverfisvænar samgöngur og til þess að auka öryggi þeirra sem nota hjólreiðar sem samgöngumáta tók Landsvirkjun, ásamt fleiri fyrirtækjum, þátt í verkefninu Hjólabætum Ísland sem miðar að því að auka öruggi hjólareiðamanna í Reykjavík og nágrenni.

Samfélagið

Markmið 2015
Samtal á afmælisári Landsvirkjunar – enn fleiri opnir fundir

Haldnir voru 10 opnir fundir um málefni sem snerta starfsemi Landsvirkjunar í víðum skilningi. Markmið þeirra var að upplýsa og eiga samtal við hagsmunaaðila um ýmsa þætti sem varða orkuvinnslu og samfélagsábyrgð. Sem dæmi má nefna fundi um ábyrgð fyrirtækja í loftslagsmálum, gagnaver, nýsköpun í orkugeiranum auk ársfundar.

Mótun sjálfbærnivísa á Norðurlandi

Á árinu 2015 var sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi endurvakið í samvinnu við sveitarfélögin á svæðinu og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Einnig eiga nú aðild að því Landsnet, PCC og hagsmunasamtök í ferðaþjónustu.

Þekkingarnet Þingeyinga var ráðið til að halda utan um verkefnið og mótun sjálfbærnivísa. Unnið hefur verið að mótun vísa á árinu. Árið 2016 er áformað að leita til fagaðila á sviði umhverfis, efnahags og samfélags varðandi mótun og val á sjálfbærnivísa og í framhaldinu hafa opið samráð við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Verkefninu verður framhaldið og er stefnt að því að fyrir liggi tillögur að vísum um mitt ár 2016.

Arður greiddur til eigenda

Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Ein af þeim leiðum til að standa undir þessu hlutverki er að greiða arð af starfsemi fyrirtækisins. Árlega greiðir Landsvirkjun arð til eiganda síns sem er íslenska ríkið. Upphæð arðgreiðslunnar er breytileg milli ára.

Mannauður

Markmið 2015
Endurskoðun jafnréttisstefnu Landsvirkjunar og gerð nýrrar framkvæmdaáætlunar jafnréttismála

Á árinu 2015 var skipuð ný jafnréttisnefnd sem setti fram endurskoðaða framkvæmdaáætlun jafnréttismála. Framkvæmdaáætluninni á að tryggja eftirfylgni við setta stefnu í málaflokknum.

Árleg slysatíðni sé 0

Sá merkilegi áfangi náðist á árinu að starfsmenn náðu 1 milljón vinnustunda án fjarvistarslysa. Þetta er mikið afrek og ekki auðvelt að ná slíkum árangri. Öryggismál eru hins vegar langhlaup án endamarks - verkefni sem aldrei lýkur. Þrátt fyrir þennan góða árangur þá varð töluverð aukning í skráðum slysum milli ára en á árinu 2015 eru skráð 13 slys á fastráðnum starfsmönnum samanborið við 6 árið 2014. Engin alvarleg slys urðu og aðeins eitt fjarvistarslys sem reyndist ekki alvarlegt. Er þetta sami fjöldi og árið 2014. H200-talan er því óbreytt milli ára eða 0,3. Hlufall fjarvista vegna veikinda og/eða slysa er svipað milli ára.

Miðlun þekkingar

Markmið 2015
Opna fræðandi orkusýningu í Ljósafossstöð

„Orka til framtíðar / Powering the Future“ er heiti gagnvirkrar orkuvísindasýningar sem formlega var opnuð almenningi 14. ágúst 2015 í Ljósafossstöð í tilefni af 50 ára afmæli Landsvirkjunar. Gagarín og Tvíhorf arkitektar eru hönnuðir sýningarinnar og kom fjöldi fyrirtækja og sérfræðinga að sýningunni. Þemu sýningarinnar er raforkan sjálf, hvaða áhrif hún hefur á okkur og samfélagið.

Sýningin er gagnvirk með áherslu á leik og upplifun, þar sem eðli og eiginleiki raforku birtist í margvíslegum myndum. Sýningargestir eru leiddir inn í heim raforkunnar á nýjan og skapandi máta. Auk þess fræðast gestir um helstu orkuvinnsluaðferðir Landsvirkjunar; vatnsaflsstöðvar, jarðvarmastöðvar og vindmyllur.

Líttu við í Ljósafossstöð og upplifðu af eigin raun orkuna sem býr í öllum hlutum.​

Stuðla áfram að nýsköpun í orkugeiranum með stuðningi við orkusprota

Eitt af lykilhlutverkum Landsvirkjunar hvað samfélagsábyrgð varðar er að miðla og deila þekkingu og stuðla með því móti að því að ný þekking eða sköpun verði til í samfélaginu. Á árinu 2015, annað árið í röð, studdi Landsvirkjun viðskiptasmiðju Startup Energy Reykjavík (SER), sem hefur það markmiði að auka verðmætasköpun í orkutengdum iðnaði og þjónustu með fjárfestingum í og stuðningi við sprotafyrirtæki á því sviði. Sjá nánar um verkefnið hér: www.startupenergyreykjavik.com

Frá upphafi 2014 hafa 14 sprotafyrirtæki farið í gegnum viðskiptasmiðju SER og öll utan tveggja eru enn starfrækt. Fyrirtæki tengd SER hafa tryggt sér yfir hálfan milljarð í styrki og fjármögnun á tímabilinu sem er frábær árangur. Landsvirkjun stefnir að því á árinu 2016 að halda áfram stuðningi við SER verkefnið og fylgist áfram með sömu árangursmælikvörðum, eða fjöldi fyrirtækja í SER sem eru enn starfandi ári eftir að SER lýkur og frekari fjármögnun SER sprotafyrirtækja einu ári eftir að viðskiptasmiðju lýkur.

Auka aðgengi almennings að rannsóknum

Landsvirkjun hefur á undanförnum árum bætt aðgang almennings að rannsóknarsskýrslum með því að skrá rafræna útgáfu þeirra í Gegni (landskerfi bókasafna).

Flestar skýrslur sem eru birtar hafa verið á vef fyrirtækisins á árinu 2015 hafa verið gerðar aðgengilegar í Gegni. Til að tryggja að allar skýrslur sem birst hafa á vef fyrirtækisins verði aðgengilegar er gerð úttekt ársfjórðungslega á hvort að misræmi sé á milli birtingar á vef og skráningar í Gegni og bætt úr ef þörf krefur.