Section
Segment

Stjórn Landsvirkjunar

Landsvirkjun er stærsta orkufyrirtæki landsins, í eigu íslensku þjóðarinnar og á forræði fjármálaráðuneytisins. Stjórn er skipuð af fjármálaráðherra til eins árs í senn og ber hún ábyrgð á fjármálum og rekstri Landsvirkjunar.

Stjórn Landsvirkjunar var endurkjörin á aðalfundi fyrirtækisins þann 22. apríl 2015. Á fyrsta fundi stjórnar var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Jón Björn Hákonarson varaformaður.

hæstaréttarlögmaður
Jónas Þór Guðmundsson
forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Jón Björn Hákonarson
líffræðingur
Álfheiður Ingadóttir
hæstaréttarlögmaður
Helgi Jóhannesson
formaður BHM
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Segment

Stjórn Landsvirkjunar

 • Jónas Þór Guðmundsson
  hæstaréttarlögmaður
 • Jón Björn Hákonarson
  forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
 • Álfheiður Ingadóttir
  líffræðingur
 • Helgi Jóhannesson
  hæstaréttarlögmaður
 • Þórunn Sveinbjarnardóttir
  formaður BHM

Varamenn í stjórn Landsvirkjunar

 • Páley Borgþórsdóttir
  héraðsdómslögmaður
 • Teitur Björn Einarsson
  héraðsdómslögmaður
 • Ásta Björg Pálmadóttir
  sveitarstjóri
 • Skúli Helgason
  stjórnmálafræðingur
 • Steinþór Heiðarsson
  bóndi
Section
Segment

Framkvæmdastjórn Landsvirkjunar

Stjórn Landsvirkjunar ræður forstjóra og fara stjórn og forstjóri með stjórn fyrirtækisins. Aðstoðarforstjóri annast sameiginleg málefni fyrirtækisins og stefnumótun, svo og að tryggja vandaða stjórnarhætti. Framkvæmdastjórar í árslok voru fimm.

Segment
Forstjóri Landsvirkjunar

Forstjóri Landsvirkjunar

Hörður Arnarson

Hörður Arnarson, rafmagnsverkfræðingur, er forstjóri Landsvirkjunar. Hörður lauk námi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1986. Að því loknu stundaði hann framhaldsnám við DTU í Danmörku og lauk doktorsprófi árið 1990. Hörður starfaði hjá Marel frá árinu 1985 og þar af sem forstjóri fyrirtækisins í tíu ár frá 1999 til 2009.

aðstoðarforstjóri

Skrifstofa forstjóra

Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri

Hlutverk

Að annast stefnumótun fyrirtækisins, leiða sameiginleg mál þess og tryggja vandaða stjórnarhætti. Er í forsvari fyrir innleiðingu meginstefnu Landsvirkjunar, skapar farveg umbóta og samræmir breytingar sem ganga þvert á fyrirtækið.

framkvæmdastjóri

Orkusvið

Einar Mathiesen, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að stunda skilvirka orkuvinnslu og að hámarka afköst vinnslukerfis Landsvirkjunar. Sviðinu ber að tryggja að raforkuvinnsla og afhending uppfylli gerða samninga við viðskiptavini Landsvirkjunar.

framkvæmdastjóri

Markaðs- og viðskiptaþróunarsvið

Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að hámarka tekjur Landsvirkjunar með greiningu nýrra viðskiptatækifæra, vöruþróun, kynningu og sölu á vörum og þjónustu, gerð samninga og eftirfylgni þeirra.

framkvæmdastjóri

Þróunarsvið

Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Undirbúningur nýrra virkjunarkosta, ýmsar rannsóknir og eftirlit vegna virkjana í rekstri. Tryggja hagkvæma útfærslu á virkjunarkostum, auka sveigjanleika í orkuvinnslu, sjá um nýsköpun í orkuvinnslu og hafa langtímayfirsýn yfir orkuforða.

framkvæmdastjóri

Framkvæmdasvið

Gunnar Guðni Tómasson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að stýra virkjunarframkvæmdum Landsvirkjunar frá undirbúningi að fullbúinni virkjun. Vaktar kostnað, gæði og framvindu verks og tryggir að framkvæmdinni sé skilað tilbúinni til rekstrar í samræmi við forsendur, áætlanir og þarfir fyrirtækisins.

framkvæmdastjóri

Fjármálasvið

Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri

Hlutverk

Að skapa grundvöll fyrir hagkvæmni í rekstri og stuðla að hámarksárangri hjá öllum einingum Landsvirkjunarsamstæðunnar.

Section
Segment

Skipurit

Section
Segment

Teymið okkar

Starfsfólk Landsvirkjunar er lykill að árangri og velgengni fyrirtækisins. Því er sífellt kappkostað að standa vörð um þekkingu, færni og vellíðan starfsfólks. Fastráðnir starfsmenn voru alls 249 árið 2015, á starfsstöðvum víðs vegar um land. Þess utan réði Landsvirkjun 154 ungmenni til sumarstarfa og 57 háskólanema.

Section
Segment
Segment

Sterkari liðsheild

Landsvirkjun leggur mikla áherslu á að virkja starfsfólk til þátttöku. Á starfsdegi, sem haldinn var í byrjun febrúar, gafst rúmlega 200 starfsmönnum færi á að hittast og vinna saman að meginþema dagsins, sem var sterkari liðsheild. Starfsdagurinn var kærkomið tækifæri til að ræða stefnu fyrirtækisins og tengja við upphaf starfseminnar.

Á árlegum stefnumótunarfundi komu saman á fimmta tug stjórnenda og lykilfólks. Unnið var með hlutverk og stefnu fyrirtækisins og línur lagðar fyrir áhersluverkefni næsta árs. Menning fyrirtækisins er sá grunnur sem byggt er á í breytingum og þróun starfseminnar og því er mikilvægt að sem flest starfsfólk hafi aðkomu með ýmsum hætti þegar áherslur eru mótaðar.

Segment

Nýtt íslenskt mannauðskerfi

Landsvirkjun hefur á síðastliðnum þremur árum unnið markvisst að þróun og endurnýjun mannauðsferla sinna. Mikilvægur þáttur í þeirri vegferð var þegar fyrirtækið innleiddi nýtt íslenskt mannauðs- og launakerfi, Kjarna frá Applicon, fyrst íslenskra fyrirtækja. Samhliða innleiðingu tók starfsfólk launavinnslu virkan þátt við mótun nýs hugbúnaðar.

Sá áfangi náðist á árinu að starfsmenn náðu einni milljón vinnustunda án fjarvistarslysa, eins og má lesa í öryggisskýrslu Landsvirkjunar 2015.