Section
Segment

Íslenskt samfélag hefur tekið miklum breytingum á þeim 50 árum sem liðin eru frá stofnun Landsvirkjunar. Á afmælisári fyrirtækisins horfðum við yfir farinn veg og árangur liðinna ára, en litum einnig til framtíðar og þeirra fjölmörgu tækifæra sem þar bíða.

Segment

Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965, en fimm árum áður höfðu hafist umleitanir og athuganir þær sem leiddu að lokum til samninga um álver í Straumsvík og raforkusölu frá Búrfellsvirkjun. Nú, fimmtíu árum síðar, starfrækir Landsvirkjun fjórtán vatnsaflsstöðvar, vindmyllusvæði og tvær jarðvarmastöðvar víðs vegar um landið á fimm starfssvæðum. Fyrirtækið er auk þess með tvær virkjanir í byggingu, til að anna aukinni eftirspurn eftir raforku.

Section
Segment

Ársfundur á afmælisári

Yfir 700 manns mættu á opinn ársfund sem fór fram í maí og bar yfirskriftina Verðmæti til framtíðar.

Segment

Verðmæti til framtíðar – ársfundur á 50. afmælisári Landsvirkjunar

Segment

Á opnum ársfundi verður m.a. fjallað um hvaða áhrif stofnun Landsvirkjunar hafði á íslenskt samfélag. Hvers vegna er raforka verðmæt vara? Hversu mikið viljum við virkja? Hvenær getum við greitt aukinn arð? Við stöndum frammi fyrir einstökum tækifærum til að skapa þjóðinni aukin verðmæti til framtíðar.

Segment
Segment

„Fram undan getur verið nýtt og glæsilegt vaxtarskeið þjóðinni til heilla, ef við berum gæfu til að vanda verkin og varðveita samstöðuna.“

Ólafur Ragnar Grímsson

Segment

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði fundargesti og nefndi meðal annars þau þáttaskil sem blöstu við á hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins og nefndi reynslu nágrannaþjóða okkar sem gæfi vísbendingu um ný tækifæri.

Segment
Segment

„Ég tel tímabært að við Íslendingar stofnum sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð okkar Íslendinga, sem í myndi renna allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna.“ 

Bjarni Benediktsson

Segment

Í ávarpi sínu nefndi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra að tímabært væri að stofna sérstakan orkuauðlindasjóð, fullveldissjóð Íslendinga, en í hann myndi allur beinn arður af nýtingu orkuauðlindanna renna. Með slíkum sjóði væri hægt að hefja uppbyggingu á varasjóði þjóðarinnar til að jafna út sveiflur í efnahagslífinu.

Í erindi sínu sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, að breið sátt um aukna verndun og nýtingu væri möguleg í íslensku samfélagi. Hann sagðist m.a. telja að mögulegt væri að ná niðurstöðu um að tvöfalda verndarsvæði utan jökla á Íslandi, um leið og orkuvinnsla væri aukin umtalsvert.

Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður rakti sögu Landsvirkjunar og heiðraði í ávarpi sínu Jóhannes Nordal, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem var fyrsti stjórnarformaður fyrirtækisins. Jóhannes gegndi þeirri stöðu í 30 ár og lét af störfum 30. júní 1995.

Segment
Segment
Fjölskyldudagur var haldinn á Búrfelli af tilefni afmælisársins og var þátttaka mjög góð. Ungir sem aldnir fundu þar eitthvað við sitt hæfi og minntust upphafsára fyrirtækisins með gróðursetningu trjáplantna í nýstofnuðum Jóhannesarlundi.
Section
Segment

Heimildarmynd um Búrfell

Búrfell, ný íslensk heimildarmynd um byggingu Búrfellsvirkjunar, var frumsýnd á fundinum og myndefni var sýnt þar sem saga Landsvirkjunar undanfarin 50 ár var rakin og starfsfólk fyrirtækisins greindi frá starfsemi þess. Jóhannes Nordal, fyrrum seðlabankastjóri, var heiðraður fyrir störf sín sem fyrsti stjórnarformaður Landsvirkjunar en þeirri stöðu gegndi hann í 30 ár. Að því tilefni var tilkynnt að starfsfólk Landsvirkjunar hefði ákveðið að afmarka reit, Jóhannesarlund, til gróðursetningar við Búrfellsstöð.

Segment

Heimildarmynd um Búrfell 

Segment

Árið 1965 hófu Íslendingar byggingu Búrfellsstöðvar, stærsta mannvirkis sem þá hafði verið reist á landinu. Ný heimildarmynd, Búrfell, var sýnd á afmælisárinu að því tilefni og saga framkvæmdarinnar rakin. Í myndinni má meðal annars sjá áður óbirt efni frá Ásgeiri Long og hlýða á frásagnir fólks sem starfaði við byggingu stöðvarinnar. Hvort tveggja varpar einstæðu ljósi á íslenskt samfélag fyrir hálfri öld.

Section
Segment

Gagnvirk sýning í Ljósafossstöð

„Orka til framtíðar“ er heiti orkusýningar sem opnuð var almenningi í tilefni afmælisársins. Gagarín og Tvíhorf hönnuðu sýninguna, sem er gagnvirk og leggur áherslu á fræðslu um eðli og eiginleika raforkunnar í gegnum leik og upplifun. Gestir kynnast orkuvinnslu fyrirtækisins á endurnýjanlegum orkugjöfum og mikilvægi þeirra í hnattrænu samhengi með sjálfbærni og hagkvæmni að leiðarljósi.

Sýningin hlaut verðlaun Félags íslenskra teiknara í flokknum gagnvirk miðlun og upplýsingahönnun og var einnig tilnefnd til Lúðurs – íslensku auglýsingaverðlaunanna – og Menningarverðlauna DV.

Segment
Section
Segment

Opnir fundir

Viðfangsefni fyrirtækisins eru fjölbreytt og kalla eftir opnum samskiptum við eiganda, hagsmunaðila og viðskiptavini um land allt. Á afmælisárinu stóð Landsvirkjun meðal annars fyrir opnum fundum um málefni sem varða fyrirtækið og starfsemi þess þar sem starfsfólk fyrirtækisins, og fleiri sérfræðingar, héldu erindi. Aldrei hefur verið boðað til jafn margra opinna funda og voru þeir afar vel sóttir:

Opnir fundir Landsvirkjunar á afmælisári:

Hátt í tvö þúsund manns sóttu fundina og yfir 1.500 fylgdust með beinum útsendingum á YouTube-rás Landsvirkjunar.