Section
Segment

Sjóðstreymisyfirlit

Segment
Section
Segment

Þróun á handbæru fé

Handbært fé samstæðunnar lækkaði um 65 m. USD á árinu 2015 og var 142 m. USD í árslok. Þróunin sést á grafinu hér að ofan. Fjárfestingarhreyfingar námu 77 m. USD en þar munar mest um framkvæmdir við Þeistareyki. Afborganir lána umfram lántökur námu 224 m. USD.

Segment
Segment

Eins og áður segir námu fjárfestingarhreyfingar 77 m. USD, en einungis 13,5 m. USD voru vegna viðhaldsfjárfestinga sem tengjast aflstöðvum og flutningsmannvirkjum fyrirtækisins. Frjálst sjóðstreymi nam því 235,5 m. USD.

Frjálst sjóðstreymi getur fyrirtækið til dæmis notað til að fara í nýjar fjárfestingar, sem námu um 68 m. USD, borga niður skuldir eða greiða eigendum arð. Líkt og síðustu ár var áhersla lögð á að lækka skuldir fyrirtækisins.

Landsvirkjun mun næstu ár áfram leggja áherslu á að greiða niður skuldir fyrirtækisins. Nettó skuldir hafa lækkað um 838 m. USD frá árslokum 2009 en þrátt fyrir það er Landsvirkjun enn þá skuldsett fyrirtæki, en nettó skuldir eru 6,2 sinnum EBITDA (rekstrarhagnaður fyrir afskriftir).

Markmið Landsvirkjunar er að ná hlutfallinu niður fyrir 5 innan nokkurra ára. Takist það verður meira svigrúm til að greiða eigendum arð, ásamt því að aðgangur að hagkvæmum langtímalánum án ríkisábyrgðar verður betri.

Section
Segment

Fylgiskjöl

Hér má sækja ársreikning Landsvirkjunar 2015 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í Acrobat (pdf) skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel (xls) skjali. Einnig er hægt að sækja Ársskýrsluna í Acrobat (pdf) skjali.