Section
Segment

Mesta raforkusala í sögu fyrirtækisins – 13,9 TWst

Rekstur Landsvirkjunar gekk vel á árinu 2015 þrátt fyrir krefjandi rekstrarumhverfi, einkum vegna lágs álverðs. Árið 2015 var mesta raforkusala í sögu fyrirtækisins – 13,9 TWst. Nettó skuldir halda áfram að lækka og hafa nú lækkað um rúma 838 m. USD (107 milljarða króna) frá árslokum 2009.

Section
Segment

Rekstraryfirlit 2015

Rekstrartekjur samstæðunnar lækkuðu um 17 m. USD frá árinu áður. Stafar það af 17 m. USD tekjufærslu sem var á árinu 2014 vegna samkomulags við Rio Tinto Alcan, en einnig lækkaði álverð á árinu. Þá vóg aukin sala á móti lækkun álverðs. Álverð hefur áhrif á um þriðjung af tekjum, en unnið hefur verið að því að draga úr álverðstengingu í tekjum félagsins. Árið 2009 hafði álverð áhrif á um 2/3 af tekjum fyrirtækisins.

Section
Segment
Segment

Meðalverð á heildsölumarkað (án flutningskostnaðar) var 4,4 kr./kWst á árinu. Sjá má frekari upplýsingar um sölu Landsvirkjunar á heildsölumarkaði á landsvirkjun.is.

Meðalverð til iðnaðar var 24,5 USD/MWst árið 2015 og lækkar frá fyrra ári um 1,4 USD/MWst. Lækkun milli ára má meðal annars rekja til lækkunar á álverði, en einnig lækkunar á gengi norsku krónunnar. Meðalverð til iðnaðar er reiknað með flutningskostnaði, þar sem það er bundið í samninga.

Section
Segment
Segment

Hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði er sá mælikvarði sem Landsvirkjun horfir til þegar grunnrekstur fyrirtækisins er metinn. Afkoma grunnrekstrar hefur farið batnandi síðustu ár, en hagnaður fyrir óinnleysta fjármagnsliði nam 131 m. USD árið 2015 og hefur hækkað um 45% frá 2010. Hagnaður ársins var 84 m. USD, en 78 m. USD árið áður.

Section
Segment
Section
Segment

Meðalnafnvextir langtímalána voru um 3,3% á árinu 2015 að teknu tilliti til ríkisábyrgðargjalds. Lækkun skulda og hagstætt vaxtaumhverfi hefur haft jákvæð áhrif á vaxtagjöld og þar með á afkomu fyrirtækisins síðustu ár.

Section
Segment

Horfur í rekstri

Afkoma Landsvirkjunar mun áfram ráðast að miklu leyti af þróun álverðs, vaxta og gjaldmiðla. Tekjur fyrirtækisins eru að hluta til tengdar álverði og hafa breytingar á því áhrif á framtíðartekjur þess. Álverð hefur lækkað umtalsvert og mun það að óbreyttu hafa neikvæð áhrif á afkomu Landsvirkjunar. Um helmingur lána fyrirtækisins ber breytilega vexti og er áframhaldandi lágt vaxtastig því mikilvægt.

Section
Segment

Fylgiskjöl

Hér má sækja ársreikning Landsvirkjunar 2015 á rafrænu formi. Skjölin innhalda annars vegar ársreikninginn í heild sinni í Acrobat (pdf) skjali og hins vegar helstu stærðir í Excel (xls) skjali. Einnig er hægt að sækja Ársskýrsluna í Acrobat (pdf) skjali.